Nánar um ferðir og afþreyingar

Nánar um ferðir og afþreyingar

Hjólaferðir og hjólaleiga

Á hjóli er hægt að komast á staði sem ekki er hægt akandi og hægt að ná lengra en ef farið er fótangandi. 

Alla fimmtudaga* kl. 07:30

*hægt að skipuleggja aðra daga fyrir sérhópa

Ein af skemmtilegri hjólaleiðum á eyjunni er San Pedro sléttan. Á aðra höndina skellur Karabíska hafið á klettótta ströndina, en hinumeginn er kalksteinn þar sem er ógrynni af földum hellum. Í ferðinni má oft sjá hina fallegu flamíngóa standa  í flokkum.

Til athugunar:
-Lágmarksaldur er 12 ára
-Lágmarkshæð 160 cm
-Hjálmur fylgir og er skylda að nota hann
-Þið komið sjálf með vatn og sólarvörn

Verð: 6.500 kr

Lengd ferðar: 2 klst

Hjólaleiga: frá kr. 2.500 á dag/ frá kr. 16.700 á viku

Kafað eða  snorklað með skjaldbökum!

Aðstæður til köfunar við Curacao eru alveg frábærar.  Hægt er að snorkla eða kafa með leiðsögn auk þess sem hægt er að fara á köfunarnámskeið.

Þetta er ein vinsælasta ferðin sem boðið er uppá*
Alla laugardaga kl. 09:00*

*hægt að skipuleggja aðra daga fyrir sér hóp

Á 5 metra dýpi liggur um 9 m langur  dráttarbátur sem þarna fórst fyrir um 30 árum. Þar hafa litskrúðugir kórallar komið sér fyrir ásamt mörgum tegundum af hitabeltisfiskum. Auðvelt er að komast að staðnum og því afar vinsæll hjá köfurum.

Næst er farið á vestur hluta eyjarinnar og þar er svo sannarlega hægt að upplifa fegurð karabíska hafsins í allri sinni dýrð. Þar eru kafarar og snorklarar í góðum félagsskap með skjaldbökum og litskrúðugum  fiskum sem við kunnum ekki að nefna.

Til athugunar:
-Allur útbúnaður til að snorkla eða kafa, ásamt björgunarvesti er innifalið
-Vatnsflaska og snakk er innifalið
-Þið þurfið að koma með sundföt, handklæði, föt til skiptanna og sólarvörn
-Það er engin aðstaða (WC; fataklefar) á ströndunum sem stoppað er á .

Verð: Fullorðnir 9.200 kr / börn 6-12 ára  4.600
Lengd ferðar:  4 klst

Köfunarnámskeið

Á námskeiðinu læra nemendur að kafa sjálfstætt, á öruggan og ábyrgan hátt. Námskeiðið er 2 ½ dagur, og æft er í æfingarsundlaug í köfunarskólanum.  Eftir að hafa æft vel í öruggu umhverfi laugarinnar, verður farið með nemendur á  4 mismunandi staði, á 4 ótrúlega falleg kóralrif í hafinu við Curacao.

Nemendur geta stúderað bóklega námið og tekið  próf þegar heim er komið og fengið útgefið köfunarskírteni,  en meðan dvalið er á Curacao er lögð mest áhersla á að æfa köfun sem mest, enda aðstæður frábærar.

Verð  77.800 kr.

Innifalið eru námsgögn og lánaður er allur  útbúnaður til köfunar

Golf

Þar sem veðrið er einstaklega milt og gott á eyjunni allt árið um kring, er golf mjög vinsælt sport og allir 18 holu golfvellir með fyrsta flokks aðstöðu.  Golfvöllurinn á Bay Beach Restort er í 30 mín akstursfjarlægð frá hótelinu sem við dveljum á.  Öll verð og upplýsingar má finna hér

Safaríferð um hrjóstugari hluta eyjunnar

Alla mánudaga kl. 08:00*
*hægt að skipuleggja aðra daga fyrir sérhóp

Fyrir þá sem ekki treysta sér til að hjóla, þá er hægt að fara á svipaða slóðir  og hjólreiðatúrinn fer með fjallajeppa eða trukk. Það má segja að sléttan sé lítil eyðimörk og þar þrífast  kaktusar vel. Það er mikið sjónarspil að stoppa við klettótta ströndina og sjá þegar öldur karabíska hafsins berja á þeim, sérstaklega þegar öldurhæðin er mikil.

Verð: Fullorðnir 10.700 kr / börn 4-12 ára  5.400 kr. 
Lengd ferðar: 4 klst

Bátsferðir – dagstúr með mat /  styttri sigling /  skútuferð

Það er auðvitað ekkert nema dásamlegt að sigla og sóla sig  í enduskini Karabíska hafsins.  Vinsælt er að sigla út á litlu eyjuna Klein Curacao, með nesti fyrir daginn.  En hægt er að velja margar tegundir af bátum, seglskútum og kajak. Lengd ferðar fer eftir óskum hvers og eins.  Vinsamlegast sendið tölvupóst til info@ferdumst.is ef þið viljið fá frekari upplýsingar.

Neðansjávar án köfunar

sérstakur bátur með glerveggjum og gólfi, sem eru undir sjávarmáli og því hægt að virða fyrir sér  litríkan heiminn í hafinu

Alla föstudaga kl. 10:00 *
*hægt að skipuleggja aðra daga fyrir sérhóp

Þeir sem hvorki treysta sér til að kafa né snorkla, þurfa ekki að örvænta. Frá Willemstad fer bátur sem er með glergólfi og veggjum, en þessi bátur  var upphaflega notaður til rannsókna í kóralrifum við Ástralíu.

34 farþegar sitja þægilega 2 metra undir sjávarmál og virða fyrir sér hinn stórfenglega neðansjávarheim sem er okkur yfirleitt ósýnilegur. Fiskar eru forvitnir og eiga það til að koma alveg upp að glugganum og stilla sér upp fyrir myndatökur ! Þetta er frábær túr fyrir alla, en sérstaklega fjölskyldur með lítil börn, sem elska þetta návígi við fiskana.

Verð: Fullorðnir kr. 6.000 / börn 4- 12 ára kr. 3.000
Lengd ferðar: 1 klst

Skoðunarferð um bæinn með leiðsögn

Alla miðvikudaga kl. 09:00*
*hægt að skipuleggja aðra daga fyrir sér hóp

Gangið um götur Willemstad, sem í dag er á minjaskrá UNESCO. Hún er litrík, en bygginalistin ber þess sterk merki þess að hollendingarnir  réðu þarna ríkjum                       
Gangan hefst við aðal torgið, en þaðan er gengið í Kura Hulanda hverfið þar sem nýlega er búið að gera upp  hliðinna sem snýr að hafinu, st. Anna Bay.  Þaðan er gegnið meðfram sjónum að brúnni, og annað hvort er gengið yfir brúnna eða tekin ferja yfir í gamla hluta Willemstad.
Við gamli virkisveggurinn frá árinu 1635 má finna falleg kaffihús og búðir. 
Við stöldrum við á markaði,  og sjáum hvað innfæddir selja þar matarkyns og  aðra áhugaverð hlutum.

Til athugunar:
Hópurinn hittist við rútubílastöðina í miðbænum fyrir fram Rif Fort
Komið með vatn, sólarvörn og klæðist þægilegum skóm

Verð: Fullorðnir 2.950  kr./ Börn 4-12 ára 1.475 kr.
Lengd ferðar:  2.5 klst

Yoga á ströndinni

Ekkert yoga toppar það að  gera æfingar  á  á hvítri strönd við túrkislitað hafið.  Vinda af sér stressið og hlaða batteríin við nið hafsins og vera í núinu…

Verð frá kr. 5000
Lengd 120 mín

Óvenjulegur jóladagur: Bátsferð með BBQ hádegisverði

Nánar síðar

Aðfangadagur:  Hátíðlegur kvöldverður

Nánar síðar

Nýársfagnaður á gamlárskvöld ásamt  kvöldverði

Nánar síðar