Menning og slökun í Grikklandi 2021

Menning og slökun í Grikklandi 2021

4-16. september – uppselt

11.-23. september – uppselt

17-29. september – uppselt

25. september-7.október – uppselt

13 dagar / 12 nætur

Aþena – Olympus – Delphi- Mavro Lithari

Grikkland er hjúpað töfraljóma. Við lærðum öll einhvern tímann um hið stórkostlega forngríska samfélag og heilluðumst af. Nú gefst tækifæri á að heimsækja Grikkland í september 2021 þar sem menning og saga landsins verður í hávegum höfð fyrri vikuna, en áhersla á slökun og strandlíf í þeirri seinni – kærkomið ævintýri eftir erfiða covid-19 tíma.

Fararstjóri verður Ingibjörg Lárusdóttir, en hún hefur verið með annan fótinn í Grikklandi frá 15 ára aldri. Ingibjörg þekkir því bæði land og þjóð mjög vel auk þess sem hún talar málið reiprennandi.

Ingibjörg hefur tekið að sér fararstjórn fyrir ýmsa aðila um allan heim. Ferðalög hafa ætíð skipað stóran sess í hennar lífi og nýtir hún hvert tækifæri sem gefst til að skoða heiminn og veit fátt skemmtilegra en að leiða hóp ferðamanna um ævintýraslóðir víðs vegar um heiminn og er einstaklega spennt fyrir því að kynna sitt annað heimaland, Grikkland, fyrir íslenskum ferðamönnum.

Ingibjörg Lárusdóttir

Dagur 1 – Aþena

Við komuna til Aþenu tekur á móti okkur enskumælandi grískur leiðsögumaður og keyrt verður beint á hótel.  Ef það er ekki orðið of áliðið þegar komið er til Aþenu,  verður farið í skoðunarferð um Aþenu að kvöldlagi, en allar merkustu byggingar og fornminjar eru fallega upplýstar eftir að dimma tekur. Ef tími leyfir, verður einnig farið á sýningu á  grískum þjóðdansi og söng.

Dagur 2 – Aþena

Eftir staðgóðan morgunverð, kemur rútan og sækir hópinn.  Farið verður í hálfsdags skoðunarferð um Aþenu.  Við byrjum á að keyra að hinu fagra Syntagna torgi, þar sem margar af perlum borgarinnar verða á vegi okkar, m. Örk Hadrians, Kirkja St. Pauls,  Þinghúsið, Gröf óþekkta hermansins. Kaþólska dómkirkjan og hús Schliermans. Síðan keyrum við fram .hjá byggingunum þremur, sem oft eru kallaðar eru  Trílogian – eða Þríeykið ! Háskólinn í Aþenu, Akademian og þjóðarbókhlaðan.  Leiðsögumaðurinn þekkir borgina eins og lófann á sér og sýnir ykkur gömlu og nýju Aþenu.
Síðan er stutt ljósmyndastopp við Kallimarmaro íþróttaleikvanginn, þar sem fyrstu Olympíuleikarnir voru haldnir 1896. Áfram er haldið að Zappion og hofii Olympiuguðsins Zeus.  Og síðast en ekki síst heimsækjum við hina heimsfrægu og  fornu  Akrópólishæð, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Við skoðum líka Propyla og Aþenu Nike hofið.  Auðvitað er ekki hægt að vera á þessum slóðum án þess að skoða Parthenon – eða Meyjarhofið og Erechtheion.  Að lokum er gengið um Herodion og Dionysos leikhúsin.
Að lokinni þessari skoðunarfarð er farið til baka á hótelið – annað hvort rölt um á eigin vegum í nágrenni þess, eða njóta sundlaugarinnar á þaki hótelsins þar sem er stórkostlegt útsýni yfir Akrópólishæð. Það er gott að melta í rólegheitum allan fróðleikinn frá skoðunarferðinni….

Dagur 3 – Sigling til þriggja eyja

Rúta ferjar hópinn að höfninni í Marina Flisvos.  Í dag verður siglt um   um skerjagarðinn skammt frá  Aþenu, og við heimsækjum eyjarnar Hydra, Porus og Aegina. Þar sem allt er vel skipulagt fyrirfram, er ekkert annað að gera en að slappa af og njóta siglingarinnar á bátnum og rölta um þorpin á eyjunum.  Á skipinu fáið þið allar upplýsingar varðandi siglinguna og tímasetningar á komu og brottfarir á eyjurnar. Á skipinu er boðið upp á hádegisverðarhlaðborð.

Hydra
Eyjan Hydra er uppáhaldseyja þotuliðsins í Aþenu. Gömlu fallegu steinhúsin og stærri aðsetur höfðingja, bera þögult vitni um langa og róstursama sögu eyjarinnar. Frá þilfari skipsins þegar siglt er að eyjunni, sést vel sérstakur arkitektúr bygginganna og mikilfenglegt landslagið.   Þið hafið nægan tíma til að upplifa andrúmsloftið á eyjunni, sem eitt sinn var notuð sem öruggt virki gegn sjóræningjum á Saronic flóa.  Það er gaman að rölta um þröng strætin eða nota hinn einkennandi fararskjóta, asnann !  Gangið meðfram gömlu göngugötunni við tæran sjóinn og heimsækið dásamlegar handverksbúðir, þannig drekkið þið í ykkur menningu eyjarinnar.

Poros
Poros er minnsta eyjan, en aðdráttaraflið er hið þrönga sund sem siglt er í gegnum og gefur eintakt útsýni yfir þorpið Poros.  Þið hafið tíma til að rölta um og kíkja í búðir eða setjast niður og fá ykkur kaffi og horfa á mannlífið.

Aegina
Aegina er aðeins um 50 km fjarlægð frá  Aþenu og er vinsæll eyja til að flýja til undan kæfandi hitanum sem er í borginni á sumrin.  Þegar farið er í land á  Aeginu, getið þið valið um að taka þátt í skoðunarferð að Aphaia hofinu eða rölta um á eigin spýtur.
Á leið okkar til baka að Marina Flisvos höfninni, munu grískir þjóðdansar og söngvar stytta ykkur stundir á skipinu þar til lagt er að landi og þið farið í rútu til baka á hótel.

Dagur 4 – Olympia

Eftir morgunmat hefst 3ja daga ferð okkar inn í land.  Við munum heimsækja Epidaurus, Mycenae, Olympia og Delphi; við viljum skoða eins mörg af helstu og sögufrægustu minjum Grikklands og kostur er.

Keyrt verður á hraðbrautinni meðfram sjónum, þar til komið er að Korintu skipaskurðinum. Þó hann sé ekki stór, varð hann  til gríðarlegra hagsbóta fyrir flutningaleiðir og þar með efnahagslíf Grikklands eftir að  hann var byggður 1882.  Stuttu eftir skurðinn er komið í Epidaurus og heimsækjum hin fornu leikhús, sem eru heimsfræg vegna einstaks hljóðburðar. Við komum við á Argolis svæðinu; til  Mycenae, en sú forna borg á sér mikla sögu sem ein hernaðarlega mikilvægasta borg Grikklands og m.a. er sagt frá henni í Hómerskviðum.  Við skoðum Cyclopean veggina, Hlið Ljónsins, konunglegu grafreitina og fjársjóðshús Atreusar, sem er stórkostlegt mannvirki frá 14 öld fyrir Krist.  Fornminjarnar í Mycenae eru  á heimsminjaskrá UNESCO.  Við höldum áfram ferð okkar   til Olympiu, vöggu Olympliuleikanna til förna, á leið okkar þangað förum við í gegnum borgirnar Tripolis og Megalopolis.

Gist í Olympia.

Dagur 5 – Delphi

Við hefjum ferðalagið á ný eftir morgunmat, og skoðum fornminjar í Olympiu borg, þar á meðal hof guðanna Zeus og Hera, altari olympiueldsins, íþróttaleikvang Olympíuleikanna og fornminjasafnið.  Eftir að hafa skoðað okkur vel um,  höldum við af stað, nú í gegnum Patras til Roin,  keyrum nýju brúnna yfir Korintu flóann til Antirion.  Við förum fram hjá borginni Nafpaktos og síðan meðfram ströndinni til Delphi, sem var þekkt til forna sem nafli alheimsins. Við stoppum eftir þörfum en seinnipartinn áður en komið er til Delphi, stoppum við í  fjallaþorpinu Arachova sem þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð.

Gist er í Delphi.

Dagur 6 – Mavro Lithari

Um morguninn heimsækum við enn aðrar fornminjar og safnið í Delhpi sem var til forna gríðarlega mikilvæg borg.  Við skoðum Castalia uppsprettuna og minnisvarða Argive konunanna, Pronaia hofið og Fjárhirslu Aþenubúa Stoa,  fjölhyrnda vegginn, Platea minnisvarðinn og Apollo hofið. Það er nauðsynlegt að skoða Delphi safnið því þar eru áhugaverðar og einstakar útstillingar, sem gaman er að skoða. 

Eftir hádegi er keyrt til Mavro Lithari strandarinnar (48 km), og verðum komin þangað síðla dags.  Það verður kærkomið að eyða næstu dögum í slökun á ströndinni eftir annasama daga við skoðun á ótrúlegum fornminjum, en enginn ætti að fara til Grikklands nema að gera hinni merku sögu góð skil.

Dagur 7 til 13 – Afslöppun á hótel EverEden á Mavro Lithari

Það sem eftir er af ferðinni,  dveljum við á nýja EverEden hótelinu.  Hótelið er með einkaströnd og hefur öll þægindi sem hægt er að hugsa sér.  Þar sem aðeins er um 40 km til Aþenu, er lítið mál að fara þangað á eigin vegum, en betra er ef fararstjóri er látinn vita. 

Dagur 13 – Brottför

Morgunmatur á hóteli. Það fer eftir því hvenær brottför flugs er hvenær mál er að yfirgefa hótelið.  Reikna má með að fara frá hótelin 3-4 tímum fyrir brottför.

Verð  frá 368.790 *
*verð á mann miðað við  20 manns í hóp og 2 deila herbergi

Innifalið

  • Flug með Lufthansa frá íslandi í gegnum Frankfurt
  •  3 nætur á 4**hotel Fresh í Aþenu  www.freshhotel.gr
  • 1 nótt á 5* hotel Arty Grand í Olympiu www.artygrandhotel.gr/el/
  • 1 nótt  á 4* hotel  King Iniohos  í Delphi www.kinginiohos.gr
  • 7 nætur á 4* hótel Hotel EVEREDEN RESORT í Mavro Lithari www.evereden.gr
  • Morgunverður og   3ja rétta kvöldverðir alla daga ( þó engir drykkir)
  • Hálfur dagur í skoðunarferð um Aþenu, m.a. á Akrópólishæð.
  • Þriggja daga ferð um sögufræga staði í  Grikklandi m.a.Epidaurus, Mycenae, Olympia og Delph
  • Allur aðgangseyrir í ferðum
  • Í öllum ferðum, grískur og enskumælandi leiðsögumaður með full réttindi sem slíkur
  • Íslenskur fararstjóri frá Íslandi
  • Alla daga er  ferðast í rúmgóðri rútu.
  • Allir skattar nema hótelskattur

Ekki innifalið

  • Aðrar ferðir en minnst er á í ferðalýsingu, sem farið er í á eigin vegum.
  • Hádegisverður, snakk milli mála og drykkir
  • Þjórfé ( valfrjálst)
  • Persónuleg eyðsla
  • Hótelskattur fyrir hverja nótt per herbergi.

ATHUGIÐ:
Ef skyndilega verður breyting á virðisaukaskatti eða öðrum skatti, þar á meðal aðgangseyrir, geta verð ferðar breyst lítilsháttar. Lög í Grikklandi 4987/2016, frá  01/01/2018, kveða á um að allir gestir skulu greiða beint á hóteli gistiskatt, á hverja nótt í herbergi.  Þessi greiðsla fer beint til yfirvalda;  hótel eða ferðaskrifstofa hafa ekkert um það að segja og er þessi skattur ekki innifalinn í ferðinni.

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400