CURACAO, litla eyjan í Karabíska hafinu

CURACAO

litla eyjan í karabíska hafinu

20. okt – 2. nóv 2021 -örfá sæti laus

22.des. 2021 – 4. Jan 2022


‘i samstarfi við hollenska ferðaskrifstofu, ætlum að bjóða nyjan og spennandi áfangastað í október og um jólin, ef lágmarksfjöldi 20 manns násti í ferðirnar: Curacao í Karabíska hafinu, er ein af litlu eyjunum undan strönd Venesúela,  sem hafa verið kallaðar ABC – Aruba, Bonaire og Curacao.  Eyríkið  fékk sjálfstjórn 2010  en tilheyrir þó enn Hollenska konungsdæminu  og er hollenska enn tungumál stjórnsýslunnar.  Innfæddir tala auk þess  papiamentu, og margir að auki  ensku og/eða spænsku.   

Þarna búa um 180.000 manns og  búa nær allir  í höfðborginni Willemstad.  Þessi litla  og litskrúðuga borg ber þess merki að Hollendingar hafa ráðið þar ríkjum, enda eru hafa byggingarnar margar hverjar mjög hollenskt yfirbragð.

Á Curacao er meðalhitinn um 25-28 °C allt árið um kring,  þar er þægilegur andvari, rignir lítið og eyjan er  ekki útsett fyrir   fellibyljum  sem hafa gert mörgum öðrum  eyjum í Karíbahafinu lífið leitt.  

Strendur eyjarinnar eru dásamlegar og sjórinn hreinn, enda er mikið kafað og snorklað í kringum eyjuna.


Á Curacao eru þrír 18-holu golfvellir. Aðstaðan til að spila golf er frábær allan ársins hring þar sem hitinn er alltaf þægilegur.

Maturinn er ferskur,  góður og mjög fjölbreyttur.  Bæði er matreiðslan undir  suðuramerískum og afrískum áhrifum,  en einnig er hægt að velja mat eins og við þekkjum hann í Evrópu þar sem eyjan hefur að sjálfsögðu verið  undir miklum áhrifum frá Hollandi.

Curacao er svo sannarlega skemmtileg nýjung fyrir fjölskyldur, golfara og aðra sem langar í sól og notalegheit  um jól.  Stundum er ekki nógu hlýtt á Tenerífe um jólin….

Í Curacao  tekur Kristín Jónsdóttir Sedney á móti hópnum, en hún hefur búið og starfað  á Curacao í um 20 ár og þekkir eyjuna því eins og lófann sinn. Mun hún verða farþegum til halds og trausts  á meðan á ferðinni stendur. Kristín var í viðtali hjá Sigurlaugu M. Jónasdóttur 26. apríl 2021 í þættinum “Segðu mér” þar sem hún fjallar m.a. um búsetu sína á Curacao: www.ruv.is/utvarp/spila/segdu-mer/24558/7hqbfb

Gisting:   *4 Livingstone Jan Thiel Restort  www.janthielresort.com

Ferðatilhögun haustferð

20. okt 2021:   Brottför frá Keflavík til Amsterdam – gist í Amsterdam 
21. okt 2021:   Brottför  frá Amsterdam til Curacao – beint flug  með KLM, 9 klst.
2.  nóv 2021:   Brottför frá Curacao til Amsterdam (+ 1 dagur ) og síðan beint áfram til Íslands.
3.  nóv 2021:   Komið til Íslands frá Amsterdam

VERÐ frá 335.000 kr á mann mv. tvíbýli.

Ferðatilhögun jólaferð

22. des 2021:   Brottför frá Keflavík til Amsterdam – gist í Amsterdam 
23. des 2021:   Brottför  frá Amsterdam til Curacao – beint flug  með KLM, 9 klst.
4.  jan 2022:   Brottför frá Curacao til Amsterdam (+ 1 dagur ) og síðan beint áfram til Íslands.
5.  jan 2022:   Komið til Íslands frá Amsterdam

VERÐ frá 465.000 kr á mann mv. tvíbýli.

Innifalið:

  • Flug til og frá Íslandi/Amsterdam 
  • Flug til og frá Amsterdam/Curacao
  • 1 taska á mann í flug
  • Rúta til/frá hóteli  Willemstad/ flugvöllur
  • Hotel í Amsterdam 1 nótt á flugvallarhóteli nóttina fyrir brottför til Curacao, standard herbergi
  • Gisting  á hotel Livingstone Jan Thiel í Willemstad, Curacao, standard herbergi
  • Morgunmatur  alla morgna
  • Hægt er að  bæta við  hálfu fæði eða  fá allt innifalið  gegn aukagjaldi.
  • Íslenskur fararstjóri

Ekki innfalið:

  • Máltíðir aðrar en morgunverður
  • Ferðatryggingar vegna persónulegs tjóns eða forfalla  
  • Valfrjálsar ferðir

AFÞREYING OG FERÐIR Í BOÐI – ekki innifalið í verði

Hafið samand fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400