Grikkland

Grikkland

Ferðirnar okkar til dásamlega Grikklands tókust með miklum ágætum í sumar, Ingibjörg Lárusdóttir var fararstjórinn í þeim öllum, og þar kemur enginn að tómum kofanum hjá henni hvað varðar fróðleik og umhyggju fyrir hópnum sínum.  Við munum við hiklaust bjóða upp ferðir til Grikklands þangað aftur næsta haust,  því færri komust í ár en vildu – við viljum ekki fjölmennari hópa en  20 manns og svo voru sumir sem hættu við á síðustu stundu  vegna covid, en eru án efa til í að skella sér með næsta sumar. Ferðirnar verða með mjög svipuðu sniði og þessar sem við fórum í ár, en væntanlega  bara enn betri, því þetta voru okkar fyrstu ferðir og við viljum alltaf læra að gera betur !


Sikiley

Sikiley

Því miður þurftum við að blása af matarferðina til Sikileyjar, en erum þó staðráðnar að láta verða af henni í maí 2022.  Dagssetningar koma fljótlega, og við vitum að margir bíða spenntir !!  Sikiley er yndisleg og hún Berglind  í Gulur rauður grænn og salt, kann að kitla bragðlaukana og munum við leitast við að bjóða upp á einstaklega girnilega matarferð í fyrri vikunni– en auðvita strönd og slökun í seinni vikunni !


Curacao

Curacao

Ferðin til Curacao í oktober seldist upp og eru allir orðnir spenntir að fara á framandi slóðir, en við ákváðum að hætta við jólaferðina á ár, en stefnum að fleiri ferðum til Curacao 2022, um páska, í október og e.t.v um jólin.  Það verður kynnt á næstu mánuðum.
Svo bíðum við eftir að Asia opni fyrir ferðalög– en þar er heill heimur sem okkur langar að kynna fyrir Íslendingum !


Asía

Kína

Við bíðum eftir að Asia opni fyrir ferðalög– en þar er heill heimur sem okkur langar að kynna fyrir Íslendingum !


Annað

Ef þú ert með hugmynd að ferð fyrir hópinn þinn, þá getum við hjálpað við að undirbúa hana.

Sendu tölvupóst til info@ferdumst.is  eða hafðu samband í síma 5185400