Indókína – 17 dagar / 16 nætur

Víetnam, Kambódía og Thailand

17 dagar / 16 nætur

Hanoi-Halong Bay- Ho Chi Minh (Saigon)- Siam Reap – Phnom Penh- Kep – Bangkok

Dagur 1 og 2 – Keflavík til Hanoi

Alls er  ferðalagið frá Íslandi til Hanoi 19 klst – Hanoi er 7 klst á undan Íslandi

Á flugvellinum í Hanoi bíður okkur rúta og leiðsögumaður. Byrjað verðu á að koma við á veitingahúsi þar sem við fáum hressingu og síðan verr  keyrt rakleiðis á hótelið sem staðsett er í miðborg Hanoi, stutt fá  gamla borgarhliðinu.   Við fáum kærkomna hvíld á hótelinu eftir langt ferðalag.  Það er frjáls tími fram að kvöldmat, þannig að hægt er að leggja sig eða rölta um og ná áttum, eftir því sem hver og einn hefur orku til. Við hittumst síðan kl. 19 og snæðum saman víetnamískan kvöldverð – með leiðsögn svo bragðlaukarnir verði ekki áttavilltir…

Hótel: La Siesta Hotel
M+H:  rennur saman við komu,  veitingahús nálægt hóteli TBA
K: 5 Spices restaurant
Valfrjálst við komu:  fóta-eða herðanudd á hóteli, láta vita fyrirfram ef það er áhugi, en greiðist á staðnum.

Dagur 3 – Hanoi

Eftir staðgóðan morgunmat hittumst við kl 08:00 í anddyri hótelsins. Framundan er heill dagur til að skoða borgina með leiðsögn.

Hanoi borg er staðsett á milli tveggja áa og í borginni eru mörg falleg stöðuvötn sem setja svip á borgina – enda borgin reyndar stundum kölluð borg stöðuvatnanna.  Hanoi hefur verið höfuðborg Vietnam í 1000 ár, og er jafnframt talið vera vagga menningar landsins.   Þó að mikið hafi skemmst af fornum byggingum og minnisvörðum á róstursömum stríðstímum, eru fjölmargir áhugaverðir staðir að skoða.

Meðal þess sem við skoðum eru nokkur falleg hof og Ættbálkasafnið, en í Vietnam búa sennilega um 54 ættbálkar! Við kynnum okkur sögu Vietnömsku þjóðarinnar sem hefur jú verið þyrnum stráð en engu að síður áhugaverð.  Deginum líkur svo með klukkustunda hjólreiðaferð um gamla bæinn og endum daginn við hið  friðsæla Hoan Kiem vatn og skoðum þar Ngoc Son hofið. Eftir skoðunarferðina er frjáls tími og kvöldverður að eigin vali.

Hótel: Hanoi La Siesta Hotel
M: á hotel La Siesta
H: Quán An Ngon restaurant eða sambærilegur staður
Hressing: 16:00 – 17:00: Avalon Cafe eða Lautrec Cafe

Dagur 3 – Sigling á Halong Bay

Í dag tökum við daginn snemma því verðum við sótt á hótelið milli 08:00 og 08:30. Það er um 3 klst keyrsla að Hulong Bay þar sem við munum stíga upp í bát, sem mun verða okkar dvalarstaður næstu 2 daga.  Ferðalagið er í gegnum frjósamar sveitir meðfram Rauðá og i ber ýmisleg framandi fyrir augu,  endalausir  hrísgrjónaakrar og lítil þorp þar sem fólk sinnir sínum hversdagslegu störfum.

Þegar komið er í Ha Long borg, verður stigið um borð og  báturinn heldur af stað um hádegi og fyrir augu ber þúsundir af klettum úr kalki  sem standa upp úr vatninu  eins og risavaxnar drekatennur

Borinn er fram ljúffengur hádegisverður uppi á dekki.  Á meðan á hádegisverði stendur er siglt meðfram aragrúa af eyjum, m.a. Mat Quy og Am, og er landslagið fagurt og óvenjulegt. Fyrsta heimsókn er í Tien Ong dropasteinshellirinn – sem er gríðarstór, um 2000 fm og eru þessar steinamyndanir um 700.000 ár gamlar. Munið að vera vel skóuð !

Næst verður staldrað við í Cua Van þorpinu, þar sem fólkið lifir svo til eingöngu af  fiskveiðum – þetta er elsta þorpið við Halong Bay.  Farið er að þorpinu í litum 4ra manna bátum.  Það sem er merkilegast er að fólið býr í  fljótandi húsum  og jafnvel skólahald er í þannig húsi. Og ef við erum á réttum tíma dags, má sjá börn hraða sér á litlum bátum í skólann, oft ótraustum árabát.  En við fáum smá nasasjón af því hvernig daglegt líf í þessu fábrotna en vinalega þorpi, gengur fyrir sig.

Þegar við snúum til baka í bátinn okkar,  fáum við tækifæri til að spreyta okkur á vietnamskri matargerð  meðan báturinn dólar sér áfram á flóanum og inn í fagurt sólarlagið. Þá er góður tími til að fara í nudd, fá sér drykk – en vera mætt upp á dekk kl. 19:00 til að fræðast meira um um  sögu staðarins og fólkið sem þar býr.  Við tekur svo dásamlegur kvöldverður, og síðan er gott að fleygja sér í þægilegan sófa með vínglas í hönd og njóta þessa einstaka staðar til fullnustu meðan báturinn vaggar mjúklega

Gisting: Jasmine Cruise
M: á hótel La Siesta í Hanoi
H: um borð í bát
K: um borð í bát

Dagur 4 – Halong og flug til Ho Chi Minh (Saigon)

Fyrir morgunhana og alla aðra, byrjar dagurinn við sólarupprás upp á dekki með Tai Chi kl. 07:00. Eftir létta  morgunverðarhressingu er kominn tími á að demba sér út í vatnið enda er það freistandi þar sem farið er um borð á litlum mótorbát sem  siglir inn í fagra vík, þar sem sjórinn er tær og sandurinn á ströndinni hvítur og freistandi.  Þeir sprækustu geta síðan klifið upp hæð til að sjá yfir flóann í kveðjuskyni. Um borði í bátum fáum við ljúffengan hádegisverð meðan siglt er fram hjá náttúrperlunum Ti Top eyju, Tam Cung helli og Poet Mountain. Um kl. 11:30 leggst báturinn að bryggju við Tuan Chau.

Frá Holang  borg er haldið beint út á flugvöll, en brottför frá Hanoi til Saigon eða Ho Chi Minh er kl. 17:00, en flugið er rétt rúmir 2 klst.

Við komu til Saigon höldum rakleiðis á hótel þar sem við fáum kvöldverð við komu.

Hótel: 5 * Pullmann Saigon
M: í bát
H: í bát
K:  á hotel Pullmann Saigon

Dagur 5 – Ho Chi Minh og Cu Chi göngin

Þennan dag búum við okkur undir nokku langa keyrslu. Við höldum til TayNinh sem er um 100 km frá borginni. Það þarf stekar taugar að sitja í bíl þar sem engar umferðarreglur virðast vera í gildi og framúrakstur glæfralegur, mótorhjól og reiðhjól allt í einni heljarins bendu !.  En auðvitað þekkja innfæddir umferðarmenninguna þó hún sé okkur  algerlega óskiljanleg – og við komumst án efa á leiðarenda.

Við fáum að upplifa hina daglegu helgiathöfn í Cao Dai Holy og við fræðumst um þessi sérkennilegu trúarbrögð sem er blanda af Konfúsiusar speki  Taoisma, kristni og búddisma.

Hádegisverður er snæddur á litlu veitingarhúsi á leiðinni.

Cu Chi göngin eru  stórkostlegt neðanjarðarkerfi af göngum sem áttu sinn þátt í að Vietnamar sigruðu hina löngu  og mannskæðu  baráttu sína um sjálfstæði..

Komið er til baka til Saigon um kaffileytið, og er þá boðið upp á hressingu á einu af fjölmörgu kaffihúsum inn í borginni:

Caravel, Paradise Café eða  Catinat Lounge.

Síðan er tími til að slaka aðeins á áður en haldið er í kvöldmat – en hann verður með vestrænu sniði…

Hotel: Pullmann Saigon 
M: á hotel Pullmann
H: vietnmaskur veitingasaður á leið til Cu Chi gangnanna
K: TBA

Dagur 6 – Ho Chi Minh og Siem Reap

Við byrjum á að skoða Ho Chi Minh borg – áður nefnd Saigon.  Í þessari stærstu borg Vietnam búa 8,5 milljónir manna. Ho Chi Minh er svo sannarlega  borg hrópandi andstæðna – á sama götuhorni getur staðið ungur maður í jakkafötum með skjaltösku að tala í nýjasta iphone – og kona með víetnamskan barðahatt, við hjólbörur  að elda mat og selja vegfarendum, og fram hjá þeysist  ung kona á mótórhjóli í með flaksandi sítt, svart hár…

Við skoðum pagóður og Notre Dam  kirkju, fyrrum búastað forsetans og sitthvað fleira,  og að lokum  heimsækjum við stríðsminjasafnið  um stríðið sem  .  geisaði milli Vietnama og Bandaríkjamanna og hafði skelfilegri afleiðingar en orð fá lýst.  Rétt er að vara viðkvæma við safninu og  þeir sem ekki treysta sér, geta  haldið áfram að upplifa nútímann,  ys og þyt borgarinnar og heimsótt  einhvern af þeim fallegu görðum sem leynast í borginni –  og fyrir þá huguðu er hægt að leigja sér hjól !

Síðan er haldið á flugvöllinn, í flug til Siem Reap I Kambódíu, kl. 16:30, klukkustundar flug

Þar fáum við nýjan guide sem sýnir okkur sína heimaborg – okkur gefst  tími til að fara í sturtu og fríska okkur við áður en haldið í kvöldmat, og nú er það hefðbundinn Kambódískur matur

Hótel: 4* Memoir d´’ Angkor Boutique Hotel, deluxe herbergi
M: á hotel Pullmann Saigon
H: Viet Village Restaurant
K: The Square Restaurant

Dagur 7 – Siem Reap og Angkor

Í dag ferðumst við um í Tuk-Tuk, sem eru  yfirbyggð 3 hjóla farartæki, í okkar fyrstu  heimsókn í hina  ð í hin stórfenglegu fornu borg, Angkor Thom sem nær yfir 10 km2 svæði.  Hluti af þessum miklu mannvirkjum hafa orðið undir í báráttunni við náttúruöflin, en krafturinn í  frumskóginum sem umlykur hofin er gríðarlegur og  sveipar hofin dulúðlegum blæ. Frakkar hafa tekið að sér að fjármagna hreinsun  umhverfis hofin og fyrir fornleifafræðinga er svæðið ómetanlegur fjársjóður

Eftir hádegi höldum við áfram ferð okkar og núna er það hið heimsfræga hof Angkor Wat, sem talið er eitt af 7 undrum veraldar.  Í lok dags sjáum við  sólarlagið frá hæsta punkti borgarinnar, Phnom Bakheng.

Hótel: 4* Memoir d´ Angkor Boutique Hotel, deluxe herbergi
M: á hotel Memoir d´Angkor
H: Khmer wooden house restaurant
K:  L’Oasi Italian Garden restaurant

Dagur 8 – Áfram í Angkor

Kl 05:00  miðum við þann tima í Angkor Wat til að ná sólarupprásinni.  Við förum síðan aftur á hotelið í morgunverð.  Dagurinn í dag er aftur helgaður stórkostlegum fornminjum í Siem Reap,  Banteay Srey þar sem helstu gersemar í  list Khmera þjóðarinnar eru geymd.  Við stöldrum við í þorpinu Preah Dak  og fylgjumst með þorpsbúum við dagleg störf.  Þar munu fást þær albestu hrísgrjónanúðlur sem um getur og því er hádegisverður frjálst val.

Eftir hádegi skoðum við Senteurs d´Angkor þar sem framleidd eru krydd, sápur, ilmvötn og kerti, allt úr 100% náttúrulegum hráefnum

Við náum að slaka aðeins á hótelinu áður en haldið í kvöldverð, sem verður í Apsara leikhúsi, þar sem borðað er undir hefðbundum kambódískum leik og söng.

Hótel: 4* Memoir d´ Angkor Boutique Hotel, deluxe herbergi
M: á hotel Memoir d´Angkor
H: Frjálst val í þorpinu Preah Dak
K: Kvöldverður í Apsara leikhúsi undir þjóðlegum dansi og söngvum

Dagur 9 – Tonal Sap

Í dag kynnumst við merkilegu mannlífi – við kynnumst hýbílum   fólks sem býr raunverulega á Tonal Sap stöðuvatnu, sem er stærsta ferskvatsnsöðuvatn í SA Asíu.  Vatnshæðin er þar breytileg yfir árið og það getur munað hátt í 10 metrum á hæstu og lægstu vatnsstöðu. Húsið standa á stultum – stundum þarf að klifra upp í húsin, en stundum er hægt að sigla  upp að dyrum.  Við sjáum börn einsöömul á siglingu á leið í skóla, verslanir og heilu fjöslkyldur við leik og störf. Sumir sem þarna búa, hafa aldrei komið á þurrt land.  Þetta folk er kallað vatnafólkið og þeirra helsta viðurværi eru fiskveiðar úr gjöfulu Tonal Sap vatninu.

Á leiðinni til baka, komum við við á bænum Pouk Farm sem ræktar silkiorma og þar er framleiðsla silkis enn eins og hún var á öldum áður  og er hér einstakt tækifæri til að kynnast því..

Þegar á hotel er komið, getur hver og einn ráðstafað restinni af deginum að vild, og kvöldverður er að eigin vali.

Hótel: 4* Memoir d´ Angkor Boutique Hotel, deluxe herbergi
M: á hotel Memoir d´Angkor
H: Le Gout Khmer
K: –

Dagur 10 Siem Reap – Phnom Penh

Við leggjum í hann til Phnom Penh  kl 8:30, til að nýta sem mest af deginum. Við stoppum m.a. í Tarantulas þorpinu Þar sem hefð er fyrir því að veiða þessar fremur ófrýnilegu köngulær til matar og þeir huguðust smakka á  á þessu Kambódíska góðgæti, steiktri tarantúlu og engisprettum !

Við stoppum í Kampong Thom fyrir hádegisverð Hádegisverður er að eigin vali, hvort sem það verða steiktar Tarantúlur eða gómsætar hefðbundnar núðlur…

Þegar við komum til höfuðborgarinnar,  viljum við gjarnan hafa svolítinn  tíma upp á eigin spýtur,  jafnvel til að rölta meðfram Mekong ánni, en kl. 17:30 hittumst við aftur og borðum kvöldverð á  bát sem siglir eftir ánni.

Hotel: 5* Raffle Le Royal Hotel, state rooms
M: á hotel Memoir d´Angkor
H:  –
K: í bát á Mekong ánni

Dagur 11 – Phnom Penh

Í  Phnom Penh er að finna fjölmargar pagóður og hallir, – enda saga borgarinnar long og merk. Við forum stutta yfirferð um þær minjar, en við Evrópubúar tengjum óneitanlega  Phnom Penh  borg mest við það sem við fréttum af á síðustu öld – ógnarstjórn Rauðu Khmeranna.   Við  fræðumst  um einræðisstjórn  Pol Pot, á árunum  1975-1979, og hittum fyrir  folk sem upplifði þessar hörmungar á eigin skinni og ólst upp við þessar ógnarstjórn.. Á þessum árum  voru myrtar meira en 3,2 milljónir borgara.  Svokallað Killing Field ( Cheunong Ek) þar sem áttu sér stað  fjöldamorð sem varla eiga sér hliðstæðu.

Hádegismatur er snæddur á Le Grand Palace hótelinu.

En borgin er líka full af gleði og fegurð, gaman er  gramsa á mörkuðum og þá er rússneski markaðinum sennilega sá markaður sem stendur uppúr. .  Verið þó gætin, því mikið er um falsaða vöru – og munið að siður er að þjarka hressilega um verð !

Við  dekrum við okkur í kvöld og borðum kvöldverð á veitingarhúsi, sem búist er við að muni fá Michelin  stjörnu  innan tíðar.

Hotel: 5* Raffle Le Royal Hotel state rooms
M: á hotel Raffle
H: Le Grand Palais Hotel
K: Malis veitingahúsið

Dagur 12 – Phnom Penh og Kep

Um morguninn  er tækifæri að rölta  um miðbæinn á eigin spýtur, og hver og einn fær sé hádegiverð að eigin vali áður en lagt er af stað til strandarinnar.

Kl. 13:00  höldum við af stað frá hótel Reffle, til strandbæjarins Kep, sem er um 150 km suður af Phnom Penh. Þar ætlum að dvelja í 3 nætur., slappa af og láta dekra við okkur.   Engin leiðsögn er í ferðinni til Kep og þegar þangað er komið eru allir á sínum vegum – þó er morgunmatur- innifalinn,. Á hotelinu eru 2 góðir veitingastaðir, en einnig er hægt að fara á nálæg hotel og veitingastaði. Iinnifalið í dvölinni  er eitt nudd á mann – við komu, fyrsta daginn , kærkomið eftir langan akstur frá Phnom Penh.

Í Kep  á tíminn að fara í að njóta – en þó er boðið upp á stutter ferðir frá hótelinu sé áhugi fyrir því, en nóg er  að láta vita 1 sólarhring fyrr.  Einnig er frábær nudd og snyrtiþjónusta til staðar á hótelinu, sem hægt er að panta við komuen hver og einn greiðir fyrir þá þjónustu. ( fyrir utan eitt nudd sem er innifalið)

Hotel: 4*Knai bang Chatt hotel, garden and sea view rooms
M: hotel Raffle
H: að eigin vali

Dagur 13 – Kep

Í dag er mestmegnis verið að slappa af. Þeir sem vilja geta siglt með í Rabbit eyju að synda og njóta útsýnis og sólskins enn frekar.

Hotel: 4*Knai Bang Chatt hotel
M: á hotel Knai Bang Chatt
H: að eigin vali
K: að eigin vali

Dagur 14 – Kep

Áfram slökum við – þeir sem vilja geta komið með fyrir hádegi á krabbamarkaðinn og á piparakrana, en þarna ku vera búinn til besti pipar í heimi að sögn heimamanna ! Síðan er haldið áfram að slake um eftirmiðdaginn – upplagt að panta nudd fyrir kvöldverð!

Hotel: 4*Knai Bang Chatt hotel, garden and sea view rooms
M: á hotel Knai Bang Chatt
H: að eigin vali

Dagur 15 – Kep og Bangkok

Við höfum morguninn til að njóta strandarinnar hvert á sinn hátt,en við leggjum af stað til Phnom Penh kl. 11:00, en við eigum flug til Bangkok kl. 15:45. Komutími til Bangkok er 16:55. Þá er tékkað einn á hótel – og síðan er boðið upp á far á næturmarkað á Asiatique, en næturmarkaðir eru vinsælir í þessum heimshluta. Hver og einn fær sér kvöldverð að eigin vali.

Hotel: 5* The Sukosol Hotel,deluxe herbergi
M: á hotel Knai Bang Chatt
H: að eigin vali
M: að eigin vali

Dagur 16 Bangkok

08:30 Hittist hópurinn í anddyri eftir að hafa tékkað út af hóteli. Síðasta daginn á að nota vel  !  Byrjað er á að fara  á afar sérkennilegan markað  sem varla á sér hliðstæðu, Mae Klong markaður á lestarteinum – þar sem verður mikið ys og þys þegar lestin þarf að komast sína leið

Síðar förum við  bátsferð á  fljótandi markað, en þar er líka hægt er að rölta um.  Eftir hádegi förum við inn í borgina og skoðum mannlífið og kíkjum í búðir.  Þeir sem enn hafa áhuga á hofum, gefst kostur á að skoða þekktustu hofin í borginni í stað þess að versla, Emerald hofið, Wat Pho og Wat Aru.

En þeir sem vilja fara sem fyrst að versla, sleppa þeirri skoðunar ferð og fara being í  fara í Siam Paragon,  Central World, ein af stærstu verslunarmiðsöðum í heimi og upplifun að koma þangað.

Kl. 21:00 er brottför frá malli , og haldið á Vertigo Bar á þaki hotel Banyan Tree  – þaðan sem stórkostlegt útsýni er  yfir borgina..  Við hæfi er að við kveðjum Asíu formlega að sinni  á og skálum í litríkum kokteilum, áfengum og óáfengum eftir smekk. Brottför á flugvöll frá  Banyan Tree  er kl. 22:30.

Hotel:
M: á hótel Sukasol
H: að eigin vali
K: að eigin vali
1  kokteill á Vertigo bar á  Bayantree hotel

Dagur 17 – Haldið heim

Flug með Thai Airlines til Stokkholms er rétt eftir miðnætti,  og komið er heim til Íslands síðdegis

Innifalið

  • 40 manna loftkæld rúta með leiðsögumanni allan tíman
  • Vatn og blautþurrkur í rútu
  •  Íslensk fararstjórn
  • Flug til Asíu
  • Island- Bangkok via Copenhagen ( Icelandair – Thai airlines)
  • Styttri flug milli landa:  Air Asia eða Vietnam airlines
  • Bangkok Hanoi
  • Hanoi – Ho Chi Minh ( Saigon)
  • Ho Chi Minh (Saigon) – Siem Reap
  • Phnom Penh – Bangkok

Gisting

2 nætur La Siesta Hanoi
1 nótt Jasmine cruise á Halong Bay
2 nætur Pullmann Saigon
3 nætur Angkor Memoir Siem Reap
2 nætur Raffle Le Royal Phnom Penh
3 nætur K nai bang Chatt Kep
1 nótt Sukusol Bangkok

Matur

Margar máltíði innifaldar , sjá skammstafanir við hvern dag.
M: morgunmatur
H: hádegismatur
K: kvöldmatur
Veitingastaðir valdir af kostgæfni enda matarupplifun partur af ferðalaginu.

Hafið samand fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400