Um okkur
Rekstrarfélagið Okkar Konur í Kína – OK ehf., kt. 670508-1290, vsk nr. 122882, rekur ferðavefinn www.ferdumst.is Félagið var stofnað 2008 og hefur rekið ferðaskrifstofuna Iceland Europe Travel frá 2013 – www.icelandeuropetravel.com
Ferðaskrifstofan hefur frá upphafi lagt áherslu á að taka á móti betur borgandi ferðamönnum til Íslands, aðallega frá Asíu; smærri hópum, samstarfsfélögum, félagasamtökum, vinahópum og stórfjölskyldum – en jafnframt sinnt hópum frá Evrópu.
Eigendur félagsins eru Jónína Bjartmarz, Hildur Jóna Gunnarsdóttir og Ásta Birna Hauksdóttir. Þar sem þær Jónína og Ásta hafa til lengri og skemmri tíma búið í Asíu og allar þrjár margoft ferðast vítt og breytt um álfuna, þá höfum við bæði sérstaka þekkingu á þeim slóðum og erum með sterk viðskiptasambönd þar. Hildur er auk þess okkar aðalsérfræðingur í Evrópu-ferðum, enda hefur hún búið á fleiri en einum stað á meginlandinu um árabil.
Vegna heimsfaraldursins hafa öll ferðalög meira og minna stöðvast og við vitum ekki frekar en aðrir hvenær með góðu móti verður hægt að ferðast til útlanda – hvað þá alla leið til Asíu. Engu að síður langar okkur að höfða til Íslendinga og nýta tengsl okkar og þekkingu á fjölbreyttum áfangastöðum. Ferðavefurinn www.ferdumst.is er þannig hugsaður fyrst og fremst til að kynna sýnishorn af því sem við getum boðið upp á af sérsniðnum ferðum fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög, fagfélög, vinahópa og aðra sem vilja ferðast saman. – Lögð er áhersla á einstakar upplifanir, ferðir sniðnar að þörfum, óskum og áhuga viðskiptavina, fyrsta flokks gistingu og góða og trausta þjónustu í hvívetna.
Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Netfang: info@ferdumst.is
Sími: 518 5400