Alþýðulýðveldið Kína – 15 dagar / 14 nætur

Alþýðulýðveldið Kína

15 dagar / 14 nætur

Beijing – Xian – Xiamen – Shanghai

Peking: Það er  einstök upplifun að standa á Torgi hins himneska friðar andspænis gömlu keisarahöllinni, en Forboðna borgin er stórkostlegur minnisvarði um hið mikla keisaraveldi og er á heimsminjaskrá UNESCO.  Árrisulir eiga þess einnig kost að heimsækja grafhýsi Mao Tse Tung.  Farin verður dagsferð á Kínamúrinn og á leiðinni komið við í Sumarhöllinni,  sem einnig er á heimsminjaskránni.  Þess verður sérstaklega gætt að tími gefist til að heimsækja Silk Street eða silkimarkaðinn, þar sem reynir á listina að „prútta“, Peking- önd verða líka allir að njóta sem heimsækja höfuðborgina og  að slaka á og njóta fótanudds að kvöldi dags – að hætti innfæddra.

Xian: Það verður  farið með hraðlest til þessarar fyrrum höfuðborgar Kína, þar sem m.a. gefur  að líta einn merkasta fornleifafund 20. aldarinnar;   „The Army of Terracotta Warriors“;   þúsundir  ævafornra leirhermanna sem gættu grafhýsis fyrsta keisara Kína, 221-210 f.k. , hesta þeirra og vagna. 

Xiamen: Borgin hét áður Amoy eða „borg garðanna“ sem sannanlega er réttnefni þar sem fjöldi fallegra lystigarða eru meðal helstu einkenna hennar.    Frá Xiamen verður m.a. farin   þægileg dagsferð „upp í sveit“  og til   Tianluokeng, þorps  í Nanjing -„sýslu“ til að skoða hringhúsin, byggingarstíl sem er einstakur á heimsvísu  og oftast kenndur við   Hakka – þjóðarbrotið svo og verður siglt út í hina sögufrægu eyju Gulang Yu.

Shanghai: Síðasti viðkomustaður ferðarinnar er oft kölluð París Asíu.  Hún er viðskiptahöfuðborg landsins og nýtískuleg háhýsi gnæfa þar yfir í tugatali.  Meðal annars verður farið upp í hinn 421 m háa Jinmao turn, hæstu byggingu Shanghai  þaðan sem útsýni er yfir alla borgina,  farið í dýragarðinn  og pöndurnar þar  heimsóttar,  í  Yu Yu garðinn, silkiverksmiðju og Jade Buddha Temple  og/eða viðförum  sem leið liggur til hinnar sögufrægu  Suzhou borgar.

Innifalið:

  • Flug frá Reykjavík til Peking og heim frá  Shanghai
  • Allt innanlandsflug/lest frá Peking til Xian
  • skoðunarferðir með leiðsögumanni,
  • gisting á 4* eða 5* stjörnu hótelum með
  • morgunverður og hádegisverður alla dagana, 2 kvöldverðir
  • allur aðgangseyrir
  • íslenskur fararstjóri sem auk annars aðstoðar við  undirbúning ferðarinnar, veitir upplýsingar umvegabréfsáritanir, vátryggingar og bólusetningar og  annað sem að undirbúningi ferðarinnar viðkemur.

Hafið samand fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400