Sælkeraferð til malasíu – 14 daga upplifun

Sælkeraferð til Malasíu

14 daga upplifun

Bragðlaukarnir kitlaðir:
Kryddhús SA-Asíu, Indlands og Kína koma saman í hinum fjölmenningarlegu matseðlum, sem Malasía er rómuð fyrir. Við dveljum í Kuala Lumpur þar sem farið verður á ilmandi matarmarkaði og verslað ferskt hráefni, margt af því sem við höfum aldrei kynnst áður, fáum kennslu í notkun asískra krydda og bestu kokkar Malasíu kenna okkur að matreiða dýrindis rétti. Matreiðslunámskeiðin, sýnikennslan hjá frábærum kokkum og matarupplifanir eru skipulagðar sérstaklega fyrir þennan hóp. „Ertu búinn að borða“ ? Er spurning, sem í Malasíu er eins algeng og „hvað segirðu gott“ ? annars staðar í heiminum. Malasíubúar lifa fyrir að borða en borða ekki til að lifa. Þetta er sérhönnuð ferð af sælkerum fyrir sælkera.

Þar að auki bjóðum við upp á ævintýralegar skoðunarferðir, m.a. hellaskoðun, frumskógarleiðangur, kynnumst lífsháttum frumstæðra ættbálka o.fl. Fyrir þá sem kjósa hefðbundnari afþreyingu eru frábærir golfvellir í Malasíu og verslunarmið stöðvarnar í borginni eru engu líkar.

Kuala Lumpur er borg hinna miklu andstæðna. Þar er að finna himinháa skýjakljúfa í bland við moskur, indversk og kínversk hof og apa hlaupandi i trjánum. Eitt helsta kennileiti Kuala Lumpur eru Tvíburaturnarnir, sem lengi vel voru hæstu turnar heims, 452 metrar á hæð. Eins mikið og malasíubúar elska að borða, þá eiga þeir sér annað áhugamál og það er að versla. Margir eyða heilu og hálfu dögunum í að versla, hvort sem prúttað er á næturmarkaði eða höndlað í hátísku verslunum. Það eru ekki færri en 15 stórar verslunarmiðstöðvar í borginni, allar upp á margar hæðir svo það er sjaldnast að farið sé tómhentur heim frá Malasíu.

Kinahverfið er upplifun útaf fyrir sig, en þar er að finna allt sem hugurinn girnist og á spottverði – fatnað, úr, skartgripi og alþjóðlega merkjavöru svo dæmi séu nefnd.

Sól og strandlíf: Tioman, Redang, Perenthian og Langkawi eru eyjar fyrir utan Malasíu. Þær eru allar sérstakar hver á sinn hátt, náttúruperlur í sérflokki. Það eru ekki margir staðir í heiminum sem geta státað af svona ósnortinni náttúru. Þær eru sannkölluð paradís fyrir sólþyrsta Íslendinga. Kafarar dásama hinn kristaltæra sjó og alls kyns vatnasport og ýmiss konar af- þreying stendur til boða. En það er einnig bara hægt að slaka vel á og njóta…

Innifalið

  • Flug frá Reykjavík til Kuala Lumpur,
  • Allar skoðunarferðir skv. ferðaáætlun
  • Gistingá 4*-5* stjörnu hótelum með morgunverði,
  • Matreiðslunámskeið,
  • 7 hádegisverðir
  • 7 kvöldverðir
  • Íslenskur fararstjóri verður með hópnum allan tímann og aðstoðar við undirbúning ferðarinnar varðandi bólusetningu, tryggingar

Hafið samand fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400