Bragðlaukarnir kitlaðir á sólríku Sikiley

Bragðlaukarnir kitlaðir á sólríku Sikiley

með Berglindi Guðmundsdóttur

10 dagar / 9 nætur

27/8 – 5/9 2021

LÆKKAÐ VERÐ: 399.000 á mann í tvíbýli

Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir er eigandi hinnar vinsælu vefsíðu GulurRauðurGrænn&salt sem hefur fært landsmönnum einfaldar og bragðgóðar uppskriftir frá árinu 2012. Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið  og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Þegar hún kom til Sikileyjar í fyrsta sinn má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Í kjölfarið gerði hún ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýnir okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Þættirnir voru sýndir í sjónvarpi Símans nú í apríl.

Með þennan frábæra fararstjóra, er næsta ljóst að matur og vín verður stór hluti af ferðalagi okkar, bæði hráefnið og matseldin:
Ólífur og ólífuolía
Sítrónuræktun
Súkkulaði
Fiskmarkaður og aðrir matarmarkaðir
Sikileysk vín
Matreiðslunámskeið

– Frábærir golfvellir fyrir áhugasama
– Slökun eða valfrjálsar skoðunarferðir
– innifalið eru 2 hádegisverðir og 5 kvöldverðir

Dagur 1 – komið til Palermo

Brottför frá Reykjavik á miðnætti, en Berglind Guðmundsdóttir er fararstjóri frá brottför til heimkomu. Við millilendum í Frankfurt og u.þ.b. 2 tímum síðar er haldið beint til Palermo á Sikiley þar sem við lendum upp úr hádegi. Þar tekur innlendur leiðsögumaður á móti okkur sem verður með hópnum allan tímann.

Eftir að hafa skráð okkur inn á hótel, fengið okkur snarl  og dustað af okkur mesta ferðarykið, hittist hópurinn í móttöku hótelsins um kl. 17.  Leiðsögumaður fer með hópinn í göngutúr um miðborg Palermo og skoðaðar verða þar helstu perlur borgarinnar:  Pretoria Torgið, Martorana Kirkjan, höllin í Palermo þar sem er að finna einstakt mósaík listaverk. Við röltum um strætin í þessari sjarmerandi borg og endum svo í kvöldverð á skemmtilegum veitingastað í miðborginni.  En ekki viljum við fara of seint heim á hótel því ýmislegt spennandi er á döfinni daginn eftir !

Gisting: 3* hótel Quattro Canti eða sambærilegt (www.hotel-bb.com/it/hotel/palermo-quattro-canti)
Kvöldverður

Dagur 2  – Matarmarkaður í Palermo, götueldhús og leyndarmál ólífuolíunnar

Eftir morgunmat, göngum við á Vucciria  markaðinn.  Brakandi ferskir ávextir og grænmeti beint af akrinum og alls konar spennandi afurðir þeirra. Ilmurinn, litadýrðin, hrópin og köllin  í sölumönnunum,  gera heimsóknina á markaðinn að upplifun.

Eftir markaðinn stoppum við í götueldhúsi og smökkum það sem er vinsælast á götunni í dag: „arancine“, panelle“ og „crocché“- framandi nöfn og verður spennandi að finna út hvað þetta er !!!   Hádegisverðurinn er í raun þessi smökkun!

Eftir hádegi höldum við út á akrana og keyrum í rútu til bónda sem ræktar ólífutré og framleiðir ólífuolíu. Jarðvegurinn á Sikiley er einkar frjósamur sér í lagi vegna ösku og steinefna frá eldfjallinu Etnu.  Því telja eyjaskeggjar að bestu ólífuolíuna sé að finna á Sikiley!

Það eru tvær aðferðir við að pressa ólífur:  Við kaldpressun er aðeins pressuð fyrsta olían úr ólívunum án þess að hita þær.  Þessi  fyrsta olía sem fæst úr ólívunum  er kölluð jómfrúarolía eða Extra Virgin Oil.  Þetta þykir besta og hollasta olían og er mikið notuð út á salöt og pasta, eins og við þekkjum. 

Síðan eru ólífurnar hitaðar fyrir seinni pressun, en þá er restin af olíunni „þvinguð“ úr þeim Þannig olía þykir ekki eins „fín“, en er engu að síður mikið  notuð til steikingar og annarrar matargerðar.  Við munum fræðast um þessar olíur og sjá hvernig kaldpressun  á ólífunum  fer fram og síðan verður að sjálfsögðu ólífuolíu smökkun !

Á leið okkar til baka, heimsækjum við fiskiþorpið Aspra, og hittum þar nokkra heiðursmenn, komna af léttasta skeiði, en þeir munu fræða okkur um  hvernig ansjósur hafa verið veiddar í gegnum aldirnar og þeir trúa okkur fyrir  leyndarmálinu  við geymslu þeirra.

Gisting: Sama og s.l. nótt
Morgunmatur – hádegisverður

Dagur  3  Á eigin vegum í Palermo – eða valfrjáls ferð.

Í dag gefst fólki kostur á að njóta borgarinnar á eigin vegum, slaka aðeins á og rölta um fallegan miðbæinn og villast inn á skemmtileg veitingahús.

Gisting: sama og s.l. nótt
Morgunmatur

En það er líka hægt að halda áfram að kynnast Sikiley, en þennan dag bjóðum við upp á eftirfarandi túr, sem er ekki innifalin í verði:
Lágmark  þarf 5 þátttakendur til að ferð verði farin. Skráning og greiðsla þarf að liggja fyrir áður farið er frá Íslandi.
Verð frá 18.500 . á mann ( verð ræðst af fjölda þátttakenda)

Gisting: sama og s.l. nótt
Morgunmatur og hádegisverður

Dagur 4  Pistasíuhneturnar í Bronto og sítrónuræktun við rætur eldfjallsins Etnu.

Eftir morgunverð er haldið til bæjarins Bronte, sem er þekkur fyrir ræktun og framleiðslu á pistasíuhnetum.  Þessar hnetur sem eru ræktaðar á Sikiley, eru ólíkar öðrum pistasíuhnetum, hvað varðar bragð, sætu og ilm og eru þær sterk grænar á lit sem er táknrænt fyrir frjósaman jarðveginn.  Pistasíuhnetur frá Ameríku eða Asíu, eru allt öðruvísi; ilmurinn er ekki eins göfugur og þær eru gulgrænar á lit í stað sterkgræna litarins sem er á pistasíu hnetunum  frá Bronte.   Og að sjálfsögðu verður stoppað í góðan hádegisverð.

Eftir hádegi liggur leiðin að drottningu eyjarinnar, eldfjallsins Etnu, en við rætur hennar eru ræktaðar einstakar sítrónur. Vegna staðsetningarinnar, frjósams jarðvegar og nálægðinni við hafið, verða til fyrsta flokks skilyrði til sítrusávaxtaræktun. Við förum í sítrónusmökkun – og ýmis konar sítrónudjús verður í boði til að svala þorsta.

Þaðan er haldið á hótelið sem er staðsett í hlíðum Etnu og kvöldverður er á hótelinu.

Vegalengdir
Palermo – Bronte 3 klst 30 min
Bronte – Lemons at Giardini Naxos 1 klst 30 min
Giardini Naxos – Mt. Aetna resort 45 min

Gisting: 4* hótel Il Picciolo í hlíðum Etnu eða sambærilegt www.ilpiccioloetnagolfresort.com
Morgunmatur – hádegisverður- kvöldverður

Athugið: Dagskrá þessa dags gæti breyst: Ef ekki verður kostur á að heimsækja pistasíurnar, þá verður kennsla í matreiðslu á Cannolo  í Taormina og við gætum þurft að skoða appelsínu ræktun í stað sítrónanna.  En engu að síður væri það líka spennandi kostur !

Dagur  5   Slökun á hóteli  – eða valfrjáls ferð

Í dag er upplagt að slaka og njóta á eigin vegum  – við sundlaugina eða taka golfhring – en hótelið státar af mjög fallegum 18 holu golfvelli. Eða fara með leigubíl fallegu Isola Bella, ca 40 mín. keyrsla.
Gisting: sama og s.l. nótt
Morgunmatur

Eftirfarandi ferð er í boði þennan dag ( ekki innifalin í verði):
Lágmark  þarf 5 þátttakendur til að ferð verði farin. Skráning og greiðsla þarf að liggja fyrir áður farið er frá Íslandi).
Verð frá  kr. 36.500 á mann (verð ræðst af fjölda þátttakenda).

Eftir morgunmat er haldið til borgarinnar Catania, en fyrir ofan borgina gnæfir virka eldfjallið Etna – og oft gerist það að ösku rignir yfir borgina og enginn kippir sér sérstaklega upp við það.  Borgin á sér merka sögu sem leiðsögumaðurinn fræðir okkur um í stórum dráttum á leið okkar í gegnum borgina.

Við höldum við áfram ferð okkar og keyrum til   hinnar sögufrægu og fallegu borgar Siracusa en saga hennar spannar meira en 2.500 ár. Við förum á markaðinn til að versla nauðsynleg hráefni í matinn sem á að elda í hádeginu.  Þið lærið að elda nokkra Sikileyska uppáhaldsrétti og síðan borðum við þennan dýrindis mat.  Eftir hádegismat höfum smástund aflögu til að rölta um gamla borgarhlutann og á aðaltorginu  er kaffihús sem selur það besta „Granita“ sem völ er á !

Á leið okkar til baka verður stoppað aðeins í bænum Taormina, sem hefur þýðingu í hugum okkur íslendinga, því þar dvaldi Halldór Laxnes þegar hann ritaði bók sína Vefarinn mikli frá Kasmír.
Eftir alla þessa dásemd er haldið til baka á hótel.

Vegalengdir:
Hótel við Etnu–Siracusa 1 klst 30 min
Siracusa– Catania 50 mín
Catania – Taormina 45 min

Gisting: Sama og s.l. nótt
Morgunmatur – hádegisverður

Dagur 6    Slakað á hóteli eða valfrjáls ferð

Eftir staðgóðan morgunverð liggur leið okkar til Modica, sem er afar fallegur bær suður af Siracusa. Einkennandi þar eru byggingar í barrok stíl  – en bærinn er þó sérstaklega þekktur fyrir dásamlega súkkulaðið, sem hefur verið framleitt í bænum síðan á 16.öld, eða síðan spænskir landkönnuðir voru á ferðinni og komu með þekkingu á súkkulaði frá suður Ameríku..  Eitt af því sem hefur verið framleitt öldum saman, er svokallað xocolati, sem talið er ákaflega hollt, og er búið til úr muldum kakófræjum og borðað þannig eða leyst upp í vatni.

Þegar íbúar á Sikiley kynntust matarmenningu annara landa, þróaðist þeirra matarmenning  á skemmtilegan hátt og það gerði  einnig súkkulaðinotkunin í matreiðslu.

Við heimsækjum súkkulaðiverksmiðju og fræðumst um súkkulaðigerð.  Súkkulaði er ekki bara notað í sætar kökur, heldur einnig ýmsa aðra sérstaka rétti, sem við munum kynnast í eldhúsinu, og auðvitað verður hádegisverðurinn tileinkaður súkkulaði.

Á leiðinni til baka, heimsækjum við Castelmole, dásamlega fallegt þorp í hlíðunum þar sem búið er til einstaklega ljúffengt möndluvín

Vegalengdir:
Hotel – Modica 2 klst 30 min

Gisting: Sama s.l. nótt Morgunmatur – kvöldverður

Dagur  7  Marsala og vínsmökkun

Eftir morgunmat er haldið til Prapani, sem er lítil og falleg hafnarborg vestast á eyjunni – þar sem Miðjarðarhafið og Thyrrenian hafið mætast. Rölt verður um miðbæinn og þarna er fræg matarsaltvinnsla sem gaman er að skoða.

Frá Trapani er keyrt til Marsala – og já, þaðan eru Marsala vínin góðu. Að sjálfsögðu er vínsmökkun og borðum við staðgóðan hádegisverð með víninu góða.

Vegalengdir: Il Piccolo hotel – Marsala 4 klst.


Gisting 4* Il Baglio Oneto www.bagliooneto.it eða sambærilegt
Morgunmatur

Dagur 8 & 9 Slökun á hóteli í Marsala

Þessa síðustu 2 daga er slakað á við sundlaugina eða á ströndinni.

Gisting: Sama og s.l. nótt

Morgunmatur
Kveðjukvöldverður að kvöldi 9 dags.

Dagur 10 Brottför

Lagt er af stað á flugvöll 3 klst áður en vélin fer í loftið.

Flogið er Frankfurt og þaðan til Íslands  og er komutími rétt fyrir  miðnætti.

VERÐ:
399.000  kr. á mann miðað við tvíbýli*
*Aukalega 98.500  kr. fyrir einbýli, að hámarki 5 einbýli í boði

INNIFALIÐ

Flug: Lufthansa KEFLAVIK–FRANKFURT-PALERMO og til baka sömu leið  + 1 innrituð taska

Keyrsla í rútu frá degi 1-8  skv. ferðalýsingu, auk keyrslu á flugvöll á degi 10.

Gisting í 2ja manna standard herbergi (hægt að fá uppfærða herbergistegund gegn aukagjaldi)
3 nætur Palermo á 3* hótel Quattro Canti eða sambærilegt www.hotel-bb.com/it/hotel/palermo-quattro-canti
3 nætur við rætur Etnu 4 *Il Piccolo eða sambærilegt www.ilpiccioloetnagolfresort.com
4 nætur Marsala  4* hótel Baglio Oneto eða sambærilegt www.bagliooneto.it

Máltíðir
Morgunverður alla daga
3 x hádegisverður, engir drykkir  ( dagur 2, 4 & 7)
4 x kvöldverður, engir drykkir ( dagur 1, 4, 6, 7 og 9)

Innifaldar ferðir:

  • Skoðunarferð um Palermo
  • Matarmarkaður í Palermo og alls konar smakk á ljúfmeti  í götueldhúsum !
  • Kynning á ólífuolíu, ræktun ólífa og framleiðsla gæða olíu
  • Ræktun einstakra pistasíu hneta
  • Heimsókn á sítrónu-eða appelsínubúgarð
  • Heimsókn í fiskiþorp og rætt þar við heimamenn um fiskveiðar á upphaldsfisknum, ansjósum
  • Súkkulaði-og sætabrauðsmökkun !
  • Vínsmökkun

Íslenskur farastjóri verður með allan tímann.

Eftirfarandi ferðir eru ekki innifaldar í verði, og þarf lágmark 5 til að ferð verði farin.  Bóka þarf í ferð og greiða fyrir hana áður en haldið er af stað frá Íslandi, lágmarksþátttaka er 5 manns:

Dagur 3:  TBA
Dagur 5:  Matreiðslunámskeið,          verð frá kr  36.500 á mann  (verð ræðst af fjölda þátttakanda)
Dagur 6:  Súkkulaðismökkun í Modena og þorpið Castelmola     verð frá kr. 29.200  á manna  (verð ræðst af fjölda þátttakanda.

Hafið samand fyrir nánari upplýsingar:
Email: info@ferdumst.is
Sími: 518-5400