Almennir skilmálar ferðaskrifstofunnar
Okkar Konur í Kína – OK ehf. / Iceland Europe Travel
fyrir ferðir Íslendinga til útlanda – www.ferdumst.is
- Samningur
Bókun í ferð er bindandi samningur milli farþega og ferðaskrifstofunnar þegar hún staðfestir með
tölvupósti pöntun farþega og hann hefur greitt áskilið staðfestingargjald innan tilskilins frests.
Auglýsingar/kynningar ferðaskrifstofunnar skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um ferð og alla
tilhögun hennar, heildarverð ferðar og hvað sé innifalið. - Viðbótarsamningur
Óski farþegi eftir sérstakri þjónustu sem hægt er að verða við, skal hann skuldbinda sig sérstaklega
til að greiða þann kostnað sem af því leiðir að viðbættu 20% umsýslugjaldi. - Verð og greiðslur
Ferðaskrifstofunni er heimilt að óska eftir að pöntun á ferð sé staðfest með greiðslu hluta
ferðakostnaðar. Staðfestingargjald er óendurkræft hvort sem farþegi afturkallar bókun eða
ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþegans.
Verð er ávallt gefið upp í íslenskum krónum (ISK). Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar kann að
breytast verði breyting á gengi krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðli sem við á um tiltekna ferð.
Einnig kann verð að hækka ef skattar eða gjöld fyrir tiltekna þjónustu breytast, s.s. lendingargjöld
eða gjöld sem tengjast heimild til að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. - Afturköllun bókunar
Komi til þess að farþegi vilji afturkalla bókun ferðar verður hann að tilkynna það í tölvupósti til
ferðaskrifstofunnar.
a. Heimilt er að afturkalla án kostnaðar sé það gert innan viku frá bókun, enda séu að lágmarki
6 vikur í brottför (staðfestingargjald er óendurkræft).
b. Afturköllun sem berst þegar 60 dagar eða fleiri eru í brottför er án kostnaðar fyrir farþega
(staðfestingargjald er óendurkræft).
c. Ef bókun er afturkölluð þegar færri en 60 dagar en fleiri en 44 dagar eru í brottför þá heldur
ferðaskrifstofan eftir 40% af heildarverði ferðar auk staðfestingargjaldsins.
d. Ef bókun er afturkölluð þegar færri en 45 dagar en fleiri en 29 dagar eru í brottför þá heldur
ferðaskrifstofan eftir 50% af heildarverði ferðar auk staðfestingargjaldsins.
e. Ef bókun er afturkölluð þegar færri en 30 dagar en fleiri en 14 dagar eru í brottför heldur
ferðaskrifstofan eftir 75% af heildarverði ferðar auk staðfestingargjaldsins.
f. Ef bókun er afturkölluð þegar aðeins 14 dagar eða færri eru í brottför er heildarverð ferðar
óendurkræft.
Mæti farþegi ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferð vegna skorts á gildu
vegabréfi og/eða vegabréfsáritun, þegar það á við, eða getur ekki framvísað vottorði, t.d. um
ónæmisaðgerðir, eða af öðrum ástæðum sem alfarið eru á hans ábyrgð, á hann ekki rétt á
endurgreiðslu ferðarinnar. - Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína en ferðaskrifstofunni skal án tafar tilkynnt um framsalið.
Framseljandi og framsalshafi bera þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgð gagnvart
ferðaskrifstofunni á greiðslu aukakostnaðar sem kann að leiða af framsalinu svo og eftirstöðva
ferðakostnaðar þegar það á við. Framsal er óheimilt eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða
þegar breyting að öðru leyti er ekki á valdi ferðaskrifstofunnar. - Aflýsing ferðar
Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð ef þátttaka reynist ekki næg enda hafi í
auglýsingu/kynningu á ferðinni verið tiltekinn lágmarksfjöldi farþega sem skilyrði þess að ferð yrði
farin. Farþegum skal tilkynnt um að ferð sé aflýst eigi síðar en 21 degi fyrir brottfarardag, en þó eigi
síðar en með 14 daga fyrirvara eigi ferð aðeins að vara í eina viku. - Breyting á ferðaáætlun – ófyrirsjáanlegar aðstæður
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem upp geta komið og hún fær
engu um ráðið og/eða ekki á hennar valdi að afstýra. Við slíkar aðstæður er ferðaskrifstofunni
heimilt að breyta ferðaáætlun eða aflýsa ferð með öllu, en er skylt að tilkynna farþegum það án
tafar.
Tímasetningar ferðaáætlunar sem liggja fyrir við pöntun ferðar eru allar áætlaðar og geta breyst eða
þeim þurft að hnika til.
Þegar veruleg breyting verður á ferð ber farþega að láta vita eins fljótt og kostur er hvort hann óski
eftir að hætta við ferð og fá endurgreiðslu eða gera viðbótarsamning er tilgreini breytingar og áhrif
þeirra á verð ferðar og önnur kjör. Hann getur einnig kosið að fara í aðra ferð sem ferðaskrifstofan
býður. Ef sú ferð er ódýrari fær farþeginn mismuninn endurgreiddan, en ef hún er dýrari greiðir
hann mismuninn. - Skyldur farþega
Farþega er skylt að hlíta fyrirmælum fararstjóra og starfsmanna aðila sem ferðaskrifstofan skiptir
við um framkvæmd ferðar og að fara að lögum og reglum í þeim löndum sem ferðast er til.
Jafnframt er til þess ætlast að farþegi taki fullt tillit til samferðamanna sinna og virði í hvívetna þær
reglur sem gilda, s.s. í flugvélum, flugstöðvum og á gisti- og matsölustöðum. Farþegi ber meðan ferð
varir fulla ábyrgð á hvers konar tjóni sem hann kann að valda með athöfnum sínum og/eða
athafnaleysi. - Tryggingar, takmörkun ábyrgðar og kvartanir
Það er á ábyrgð farþega að vera með gildar ferða-, slysa-, sjúkra-, farangurs- og forfallatryggingar,
sem þeir geta annað hvort keypt hjá tryggingafélagi eða tengjast greiðslukorti sem notað er til
greiðslu ferðakostnaðar.
Ferðaskrifstofan gengur út frá því að farþegar í hópferðum séu nægilega heilir heilsu til að takast
ferð á hendur þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða trufli eða tefji ferð. Ef
farþegi veikist ber hann alla ábyrgð á kostnaði sem af því hlýst svo og á kostnaði af heimferð geti
hann ekki haldið ferðinni áfram skv. ferðaáætlun. Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar
í slíkum tilvikum.
Hugsanlegum kvörtunum vegna ferðar skal beint til fararstjóra án tafar. Eftir atvikum skal skrifleg
kvörtun síðan berast ferðaskrifstofunni eins fljótt og því verður við komið, í síðasta lagi 30 dögum
eftir lok ferðar.
Reykjavík, 1. janúar 2019
Okkar Konur í Kína – OK ehf. / Iceland Europe Travel – www.ferdumst.is
Kt. 670508-1290
Vsk. nr. 122882
Netfang: info@ferdumst.is (info@icelandeuropetravel.com)
Sími: 518-5400
Gsm: 897-6603 – Hildur
Gsm: 899-1264 – Jónína
Gsm: 897-1253 – Ásta