Grikkland 11.sept
Frábær ferð og fararstjórarnir okkar Eva og Ingibjörg frábærar.
Mér persónulega fannst hótelið í Athenu ekki nógu vel staðsett vokkur leið ekki vel í göngutúr um hverfið, svo hefðum við allveg verið til í lengri dvöl í Delphi skemmtilegur bær sem við hefðum verið til í að verja einum degi eða svo… annars get ég allveg mælt með ferðinni og á örugglega eftir að heimsækja Grikkland aftur. 🙂 Takk fyrir okkur <3
Grikklandsferð 17.-29.09.2021
Við vinkonurnar á Blönduósi erum alsælar og þakklátar fyrir góðan aðbúnað að öllu leyti; góð hótel , bílar og fararstjórar. Eva, hin gríska, var frábær sögumaður og af Ingibjörgu geislaði umhyggjan.Segjum reyndar, eins og hér á undan, að skemmtilegra hefði verið að vera í þorpi, þar sem ganga mætti með ströndinni.
Bestu kveðjur.
Sigrún og Ragnheiður.
Grikkland 2021
Þetta er góð uppskrift að ferð: fyrst er ferðast um landið með fróðleik og heimsóknir á merka staði með fornminjum. Frábærir fararstjórar – Ingibjörg er raritet með útgeislun sinni, þekkingu og tengingu við landið sem hún miðlaði af örlæti! Á fínum hótelum með góðum mat. Þar á eftir dásamleg afslöppun á fyrsta flokks hóteli með hreinum, fallegum sundlaugum og einkaströnd. Maturinn var líka góður þar, en reyndar ekki mikið um grískan mat. Og ekki má gleyma góðum ferðafélögum! Allt bara dásamlegt!
Grikkland
Ferðin stóð vel undir mínum væntingum,mikill fróðleikur og frábært fólk sem stóð að þessari ferð. Eina sem ég saknaði var að stoppa ekki í fjallaþorpinu á leið frá Delphi. Takk fyrir góða ferð
Kv.Ólöf
Grikkland
Leiðsögnin var listagóð
og lítið mæld úr hnefa
er glitrandi úr grískum sjóð
gimsteina rakti Ewa.
Upplýsing og visku veitir
vanadísin hressa,
Ingibjörg, sem einnig heitir
olíubarónessa.
Takk fyrir frábæra ferð.
Kveðja,
Grikkland 4. September
Ferðin var frábær í alla staði. Gisting og fararstjórn til fyrirmyndar og við gætum ekki verið ánægðari með ferðina. Mikill fróðleikur fyrri vikuna og góð slōkun á strōndinni seinni vikuna.
Grikkland 4.sept
Frábær ferð í alla staði og fararstjórinn Ingibjörg Lárusdóttir einstök. Skipulag allt hið besta . Agnar Guðlaugsson og Kristbjörg Kristjánsdóttir
Grikkland
Þetta var góð ferð í alla staði, skipulagið ágætt og Ingibjörg Lárusdóttir fararstjóri alveg frábær fararstjóri – fróðleg og skemmtileg ferð og Grikkland gott að heimsækja.